900 börn á velheppnuðu Króksmóti
Hátt í 900 börn tóku þátt í Króksmóti um helgina en mótið þótti takast í alla staði mjög vel. Leikir hófust klukkan 09;30 á laugardagsmorgun og stóðu fram undir kvöld. Aftur var byrað snemma á sunnudagsmorgun og stóðu leikir til fimm þann daginn en þá var 22. Króksmóti Tindastóls og Fisk Seafood slitið.
Mótið tókst frábærlega í alla staði, veðrið var mjög gott ef frá eru taldir nokkrir skúrir á laugardeginum. Keppendur og aðstandendur þeirra voru til mikillar fyrirmyndar og óhætt að segja að leikgleðin hafi ráðið ríkjum.
Hann Óli Arnar var með myndavélina á lofti alla helgina og má sjá afraksturinn hér.