Áætlun endurspeglar ekki áætlur í kosningabaráttu
feykir.is
Skagafjörður
08.12.2010
kl. 08.18
Á síðasta fundi sveitastjórnar Skagafjarðar kynnti sveitarstjóri fjárhagsáætlun Sveitarfélagins Skagafjarðar og stofnanna þess, til fyrri umræðu, fyrir árið 2011. Sigurjón Þórðarson lét bóka að hann teldi áætlunina ekki endurspegla þær pólitísku áherslur sem meirihluta flokkarnir boðuðu fyrir síðustu kosningar s.s. byggingu Árskóla og sendurskoðun á rekstri sveitarfélagsins.
Sagði Sigurjón að Frjálslyndir muni beita sér fyrir þvi að endanleg fjárhagsáætlun feli í sér stefnumörkun um hagræðingu á rekstri sveitarfélgsins.