Aðalbjörg Þorgrímsdóttir nýr leikskólastjóri

Aðalbjörg Þorgrímsdóttir hefur verið ráðin í starf leikskólastjóra Ársala á Sauðárkróki en Anna Jóna  Guðmundsdóttir lætur af starfinu 31. maí næstkomandi.

Á heimasíðu Sveitarfélagsins Skagafjarðar segir að Aðalbjörg sé þeim að góðu kunn en hún hefur starfað undanfarin ár sem deildarstjóri við Ársali. Hún hefur einnig  leyst starfandi leikskólastjóra af í forföllum. Aðalbjörg starfaði áður sem leikskólastjóri Glaðheima og þekkir því starf leikskólastjóra vel. Hún hefur mikla þekkingu og reynslu af því að starfa innan leikskólans.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir