Aðalfundur félags ferðaþjónustunnar
feykir.is
Skagafjörður
19.03.2014
kl. 14.21
Aðalfundur félags ferðaþjónustunnar í Skagafirði verður haldinn í félagsheimilinu í Hegranesi næstkomandi mánudagskvöld og hefst hann klukkan 19:00. Byrjað verður á hefðbundnum kvöldverði og síðan taka við venjubundin aðalfundarstörf.
Í tilkynningu frá stjórn eru nýir aðila hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér starfsemi félagsins.
