Aðalfundur Skagafjarðardeildar RKÍ
Á morgun, mánudagskvöldið 10. mars, verður aðalfundur Skagafjarðardeildar Rauða krosss Íslands haldinn í húsnæði deildarinnar að Aðalgötu 10b á Sauðárkróki. Í tilkynningu frá deildinni eru sjálfboðaliðar og aðrir hollvinir deildarinnar hvattir til að fjölmenna á fundinn ásamt öðrum þeim sem áhuga hafa.
Heitt kaffi verður á könnunni og allir eru hjartanlega velkomnir.
