Aðalheiður heitir Aðalbjörg

Í Feyki sem kom út í dag er meðal annars dýrindis uppskriftir frá Aðalbjörgu Hallmundsdóttur og Hilmari Baldurssyni á Sauðárkróki. Þar sem Hilmar er mjólkurtæknifræðingur að aðalstarfi,  aðhyllist öll eldamennska hjá honum að hráefni úr heimabyggð og þá sérstaklega osti, rjóma og smjöri.

Þau Aðalbjörg og Hilmar skora á Rúnar Símonarson og Sólveigu Fjólmundsdóttur Gilstúni 22 á Sauðárkróki að koma með uppskriftir að tveimur vikum liðnum.
Það misritaðist í Feyki að Aðalbjörg var skrifuð Aðalheiður og er það miður og er hún beðin velvirðingar á því.

Fleiri fréttir