Æskulýðsnefnd Skagfirðings og HSS með uppskeruhátíð

Uppskeruhátíð Hrossaræktarsambands Skagfirðinga og æskulýðsnefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings verður haldin í Ljósheimum föstudaginn 22. nóvember 2019 kl. 20. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú hæst dæmdu kynbótahrossin í hverjum aldursflokki.

Sörlabikarinn verður veittur fyrir hæst dæmda kynbótahrossið innan HSS og Kraftsbikarinn kynbótaknapa ársins í Skagafirði, en þar eru tilnefnd þau Bjarni Jónasson, Gísli Gíslason, Mette Mannseth og Þórarinn Eymundsson.

Ófeigsbikarinn verður veittur fyrir hrossaræktarbú ársins í Skagafirði en tilnefnd eru Hafsteinsstaðir, Prestsbær og Þúfur.

Í barnaflokki eru tilnefnd þau Arndís Katla Óskarsdóttir, Freyja Siff Busk Friðriksdóttir, Ingimar Hólm Jónsson, Ragnhildur Sigurlaug Guttormsdóttir, Sveinn Jónsson og Trausti Ingólfsson.

Í unglingaflokki eru tilnefnd þau Björg Ingólfsdóttir, Freydís Þóra Bergsdóttir, Guðný Rúna Vésteinsdóttir, Herjólfur Hrafn Stefánsson, Ingibjörg Rós Jónsdóttir, Júlía Kristín Pálsdóttir, Jódís Helga Káradóttir, Katrín Ösp Bergsdóttir, Kristinn Örn Guðmundsson, Ólöf Bára Birgisdóttir, Sara Líf Birgisdóttir, Stefanía Sigfúsdóttir og Þórgunnur Þórarinsdóttir.

Kaffiveitingar verða á staðnum og eru allir tilnefndir og aðstandendur þeirra sérstaklega hvattir til að mæta en allir hestaáhugamenn í Skagafirði eru velkomnir, segir í tilkynningu frá stjórn HSS og æskulýðsnefnd Hestamannfélagsins Skagfirðings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir