Afdalabarn uppseld
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
28.08.2014
kl. 08.53
Afdalabarn, bók Guðrúnar Lundi, sem kom út hjá bókaforlaginu Sæmundi fyrir þremur vikum, er nú uppselt hjá útgefanda og fæst nú einungis í örfáum verslunum. Endurútgáfa bókarinnar var sú fyrsta á bókum Guðrúnar, ef undan er skilið Dalalíf.
Bókin var nú í þriðja sinn í efsta sæti metsölulista Eymundsson, þannig að vinsældir Guðrúnar hafa hvergi nærri dvínað. Ný prentun er væntanleg um helgina og innan skamms kemur Afdalabarn einnig út í harðspjalda bók.