Afgreiðslu frestað vegna kauptilboðs Brunavarna Austur-Húnvetninga

Á fundi sveitarstjórnar Húnavatnshrepps sem fram fór í gær, miðvikudaginn 22. janúar, var afgreiðslu frestað á kauptilboði og veitingu ábyrgðar vegna kaupa Brunavarna Austur-Húnavetninga á fasteign að Efstubraut 2 á Blönduósi. Sveitarstjórn Blönduóss samþykkti í síðustu viku, fyrir sitt leyti, kauptilboð og að veita ábyrgð vegna lántöku til kaupanna. Brunavarnir Austur-Húnvetninga eru í eigu Blönduósbæjar og Húnavatnshrepps.

Í fundargerð sveitarstjórnar Húnavatnshrepps kemur fram að samkvæmt núgildandi samþykktum sé stjórn brunavarna ekki rétt kjörin og þeim sé nauðsynlegt að breyta áður en lengra er haldið. Samþykkt var samhljóða að fresta afgreiðslu málsins þar til samkomulag næst um ásættanlegar breytingar á samþykktum Byggðasamlags um brunavarnir.

Tengd frétt: Brunavarnir Austur-Húnvetninga kaupa nýtt húsnæði

Fleiri fréttir