Afgreiðslum lokað hjá Lögreglunni á Norðurlandi vestra

Afgreiðslum Lögreglunnar á Norðurlandi vestra hefur verið lokað tímabundið en það er liður í auknum smitvörnum vegna Covid-19 faraldursins. Hægt er að hafa samband í síma 444-0700 ef ná þarf sambandi við skrifstofu lögreglunnar á Norðurlandi vestra, milli klukkan 9 og 15 alla virka daga, eða í gegnum netfangið nordurland.vestra@logreglan.is.  Ef ná þarf sambandi við lögreglu á að hafa samband við 1-1-2
 
Í tilkynningu á Facebooksíðu Lögreglunnar á Norðurlandi vestra kemur einnig fram að í samræmi við lokun Þjóðskrár verði ekki tekið við skráningu heimilisfanga erlendra aðila og er vísað á vefsíðu Þjóðskrár, skra.is, varðandi frekari afgreiðslu þeirra mála.
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir