Afmælisfagnaður HSS á laugardaginn
Blásið er til veislu í félagsheimilinu Melsgili laugardagskvöldið 27. nóv. kl: 20:30 í tilefni að 40 ára starfsafmæli Hrossaræktarsambands Skagfirðinga. Ekkert kostar inn en þeir sem hafa hug á að mæta þurfa að skrá sig í dag til að létta vinnu nefndarmanna.
Farið verður yfir sögu félagsins í máli og myndum og verður sýnd athyglisverð stuttmynd frá Melsgilsreið sem farin var árið 1969. Þá verða afreksverðlaun bæði hrossaræktarinnar og hestaíþróttanna vegna ársins 2010 veitt þetta kvöld, en hestamannafélögin koma að þessum viðburði ásamt HSS. Boðið verður upp á vígalega afmælistertu auk fleira góðgætis og einhver vökvun verður líka til staðar.
Ekkert kostar inn en þeir sem hafa hug á að mæta þurfa að skrá sig fyrir 24. nóv hjá:
Ingimar 891-9560, Jónína 864-8208, Auðbjörg 698-0087 og Páll 861-9842