Afmælishátíð Höfðaskóla

Höfðaskóli. Mynd: skagastrond.is
Höfðaskóli. Mynd: skagastrond.is

Höfðaskóli á Skagaströnd á 80 ára afmæli á þessu ári og verður því fagnað í næstu viku. Þessa dagana standa yfir þemadagar þar sem nemendur og starfsfólk vinnur meðal annars að undirbúningi afmælishátíðar sem haldin verður næstkomandi þriðjudag, þann 8. október.

Dagskrá afmælishátíðar hefst með skrúðgöngu frá Bjarmanesi klukkan 14. Eftir það býðst gestum og gangandi að skoða núverandi skólahúsnæði, þau verkefni sem nemendur hafa unnið við í þemaviku undanfarna daga og þiggja léttar veitingar. Allir eru velkomnir.

 

 
 
 
 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir