Áfram milt veður næstu daga

Sunnan 5-13 er á Ströndum og Norðurlandi vestra, skýjað en úrkomulítið. Hiti 5 til 10 stig. Hálkublettir eru á köflum á Norðurlandi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag:

Sunnan og suðaustan 8-13 m/s, en 13-18 við V-ströndina. Þurrt og bjart veður á N- og NA-landi, annars skýjað og súld eða lítilsháttar rigning. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig.

Á föstudag:

Suðaustan 8-13 m/s og súld eða rigning, einkum SA-lands, en bjartviðri á N-landi. Hiti 3 til 8 stig.

Á laugardag:

Austlæg eða breytileg átt og víða rigning eða slydda. Hiti 0 til 8 stig.

Á sunnudag:

Hæg breytileg átt og úrkomulítið. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost til landsins.

Á mánudag:

Suðaustanátt og rigning, en þurrt NA-lands. Hiti 3 til 8 stig.

Á þriðjudag:

Útlit fyrir sunnanátt með skúrum eða éljum á sunnan- og vestanverðu landinu.

Fleiri fréttir