Aftur heitavatnslaust í Hlíða- og Túnahverfi

Vegna bilunar í stofnlögn verður lokað fyrir heita vatnið í Hlíða- og Túnahverfi á Sauðárkróki að minnsta kosti frá hádegi miðvikudaginn 20. ágúst og fram eftir degi.

Hugsanlegt er að vatnið fari fyrr af einstaka götum vegna jarðvinnu. Lokunin á við um allar götur í Hlíða- og Túnahverfi nema Brekkutún, Eyrartún og Gilstún.

Skagafjarðarveitur biðjast velvirðingar á óþægindum sem þetta kanna að valda.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir