Áheitaganga í Óslandshlíðinni
feykir.is
Skagafjörður
08.10.2014
kl. 15.37
Unglingadeild Björgunarsveitarinnar Grettis á Hofsós, sem kallast Glaumur, hefur að undanförnu verið að safna áheitum og ætla unglingarnir að ganga frá Hofsósi heim að bænum Hlíðarenda í Óslandshlíð, með börur og verður einn þeirra í börunum hverju sinni.
Peningarnir sem safnast verða notaðir í ferðir og fleira sem kemur deildinni til góða. Gangan fer fram næstkomandi föstudag, milli kl. 13 og 16. Í tilkynningu frá deildinni eru bílstjórar beðnir um að aka ofurvarlega á þessum slóðum á umræddum tíma, „með fyrirfram þökk fyrir tillitssemina.“