Áhugamenn um myndlist í Gúttó
Forsvarsmenn áhugahóps um myndlist í Skagafirði hafa óskað eftir því við sveitastjórn Skagafjarðar að fá til afnota fyrir starfsemi hópsins húsnæðið að Skógargötu 11 eða gamla Gúttó.
Byggðaráð tók jákvætt í erindi hópsins og hefur falið sveitastjóra að ganga frá samningi við hópinn. Gúttó hýsti áður starfsemi Skátafélagsins Eilífsbúa á Sauðárkróki en húsið hefur verið í mikilli niðurníðslu.