Akrahreppur tekur ekki þátt í sameiningarviðræðum

Sveitarstjórnarfólk á Norðurlandi vestra hafa verið að kanna áhuga kollega sinna á sameiningu sveitarfélaga á svæðinu. Hafa ýmsar leiðir verið ræddar og áhugi á sameiningu verið nokkur í Austur- Húnavatnssýslu þó sitt sýnist hverjum um útfærslur. Þá er helst verið að skoða hvert Skagabyggð muni snúa sér.

Í Skagafirði eru tvö sveitarfélög og hefur mörgum fundist sem tímaspursmál væri hvenær þau gangi í eina sæng. Allur vafi var þó tekinn í málinu á fundi Byggðarráðs Skagafjarðar í síðustu viku þegar svar kom frá Akrahreppi við boði um að taka þátt í viðræðum um hugsanlega sameiningu sveitarfélaga. Þar afþakkaði hreppsnefndin boð um þátttöku í sameiningarviðræðum sveitarfélaganna Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagabyggðar.

Fleiri fréttir