Ákvörðun um formlegar sameiningarviðræður seinkað þar til í september

Frá Skagaströnd. Mynd:FE
Frá Skagaströnd. Mynd:FE

Sameiningarnefnd sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu hefur ákveðið að gera breytingar á tímalínu sameiningarvinnu vegna heimsfaraldurs Covid-19 en í upphaflegri áætlun var reiknað með að sveitarstjórnir tækju ákvörðun um um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður í lok apríl eða maí. Nú er áætlað að það verði gert í september.

Á fundi sameiningarnefndar þann 16. apríl sl. voru nýjar tímasetningar ákveðnar. Þar er gert ráð fyrir að ráðgjafar kynni niðurstöður greininga og tillögur á fundi sameiningarnefndar í lok maí eða byrjun júní en tímasetning þess fundar mun ráðast af þróun samkomubanns. Í sumar mun sameiningarnefndin móta áherslumál og verkefni og eiga samráð við þingmenn og ríkisstjórn. Um miðjan ágúst er gert ráð fyrir að nefndin fjalli um tillögu um hvort hefja skuli formlegar sameiningarviðræður og í september er svo áætlað að sveitarstjórnir afgreiði tillöguna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir