Álagningaseðlar verði að hluta til rafrænir
feykir.is
Skagafjörður
20.12.2010
kl. 10.16
Álagningarseðlar fasteignagjalda í Skagafirði verða sendir til allra gjaldenda sem eiga lögheimili utan sveitarfélagsins í pappírsformi og þeirra gjaldenda sem eru 60 ára og eldri. Gert er ráð fyrir að aðrir greiðendur nálgist rafræna útgáfu álagningarseðla í Íbúagátt sveitarfélagsins, nema þeir óski sérstaklega eftir pappírsútgáfu.
Var tillaga þessi samþykkti á fundi Byggðaráðs Skagafjarðar fyrir helgi. Tilhögunin verður síðan auglýst með góðum fyrirvara í staðarblöðum og á heimasíðu sveitarfélagsins.