Alexandra leitar draumaradda norðursins
Söngskóli Alexöndru í Skagafirði, Tónlistarskóli Austur og Vestur Húnavatnssýslu fengu samstarfsstyrk frá Menningarráði Norðurlands vestra núna í haust til að standa m.a. að stofnun Stúlknakórs Norðurlands vestra.
Kórinn er fyrir 10 - 16 ára stúlkur á Norðurlandi vestra. Þátttaka í kórnum er frí. Meðal verkefna hjá kórnum eru stórir tónleikar sem verða um næstu páska “Draumaraddir norðursins”.
Áheyrnapróf verða sem hér segir:
Hvammstangi, Tónlistarskóli. Þriðjudag 25. nóv. kl. 16:30.
Skráning og upplýsingar hjá Elínborgu Sigurgeirsdóttur í síma 864-2137.
Æfingar verða á þriðjudögum kl. 15:00 í Tónlistarskólanum, Hvammstangabraut 10
Sauðárkrókur, Söngskóli Alexöndru. Fimmtudag 20. nóv. kl. 17:00.
Skráning og upplýsingar hjá Alexöndru Chernyshovu í síma 894-5254.
Æfingar verða síðan á föstudögum í Villa Nova 14:50 - 15:30.
Verkefnið er styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra