Alexandra óskar eftir aðstöðu í grunnskólum
Alexandra Chernyshova hefur sent fræðslunefnd Skagafjarðar bréf þar sem hún óskar eftir að fá aðstöðu í Árskóla og Grunnskólanum austan Vatna, á Hólum og Hofsósi, fyrir söngkennslu í vetur.
Í svari fræðslunefndar kemur fram að hún líti svo á að skólastjórar á hverjum stað beri ábyrgð á og fari með stjórnun skólahúsnæðis og bendir því bréfritara á að beinu erindi sínu beint til þeirra.