Alli verður á Króknum í sumar
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
07.01.2011
kl. 12.06
Aðalsteinn Arnarson hefur skrifað undir samning við Tindastól og mun leika með sameiginlegu liði Tindastóls/Hvatar á komandi leiktíð.
Alli eins og hann er nú yfirleitt kallaður hefur leikið með Tindastóli upp alla yngri flokka félagsins og á fjölmarga leiki með m.fl. karla enda að verða einn af leikreyndustu leikmönnum liðsins. Það er gott að hafa Alli í herbúðum Tindastóls, hann er góður leikmaður en ekki síður góður félagi.