Allir á völlinn um helgina

Allir að mæta á völlinn
Allir að mæta á völlinn

Núna um helgina fara fram þrír leikir, tveir á morgun og einn á sunnudaginn. Nú er um að gera fyrir knattspyrnuáhugamenn að kíkja á völlinn og styðja liðið sitt.

Klukkan 15:00 á morgun fer fram leikur Tindastóls og KFG í 2. deild karla á Sauðárkróksvelli. Fyrri viðureign þessara liða endaði 4-2 fyrir KFG. Útlitið hjá Tindastól er ekki gott en það er ennþá smá séns að þeir geti haldið sér uppi.

Klukkan 16:00 mætast Kormákur/Hvöt (K/H) og ÍH í 4. deild karla á Blönduósvelli. Síðasta viðureign þessara liða fór 0-2 fyrir K/H. Drengirnir úr K/H eru í þriðja sæti eins og staðan er núna en með sigri geta þeir skotist upp í fyrsta sæti ef Snæfell tapar sínum leik.

Á sunnudaginn klukkan 15:00 eigast við lið Tindastóls og Augnabliks í Inkasso deild kvenna á Sauðárkróksvelli. Síðast þegar þessi lið mættust unnu Tindastóll 0-1. Það er örlítill séns að stelpurnar eiga séns að komast upp í Pepsi Max deildina en ekki mikill en stelpurnar eru í þriðja sæti í deildinni.

/EÍG   

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir