Alþingi óskar upplýsinga um framkvæmdir á næsta ári

Samgönguráðuneytið hefur sent Byggðaráði Skagafjarðar bréf þar sem beðið er um sundurliðaðar upplýsingar um verklegar framkvæmdir sem munu munu verða í gangi á vegum sveitarfélagsins á næsta ári eða eru líklegar til að vera í gangi, s.s. varðandi grunn- og leikskóla, samgöngumannvirki ofl.

 

Var erindið lagt fram vegna fyrirspurnar frá Alþingi. Sveitarstjóra var falið að svara erindinu.

Fleiri fréttir