Alþjóðlegar æfingabúðir hjá Markviss

Æfingabúðir í fullum gangi. Mynd: huni.is.
Æfingabúðir í fullum gangi. Mynd: huni.is.

Segja má að fyrstu alþjóðlegu æfingabúðirnar í haglagreinum hér á landi séu í gangi þessa dagana á skotíþróttasvæði Skotfélagsins Markviss á Blönduósi. Þetta kemur fram í frétt á vef Húnahornsins.

Einn af landsliðsmönnum Grænlands, Poul Erik Mathiasen tekur þátt í æfingunum auk félagsmanna í Markviss. Þjálfari er Englendingurinn Allen Warren. Þetta er í annað sinn sem Allen kemur á skotíþróttasvæði Markviss til að þjálfa og vona forsvarsmenn skotfélagsins að hægt verði að gera æfingabúðirnar að árlegum viðburði, að því er segir í fréttinni.

 

Fleiri fréttir