Alþjóðlegi safnadagurinn

Myndin er tekin af Facebooksíðu viðburðar.
Myndin er tekin af Facebooksíðu viðburðar.
Alþjóðlegi safnadagurinn verður þann 18. maí n.k. og að því tilefni verður í fyrsta sinn boðið upp á opið hús í varðveislurými Byggðasafns Skagfirðinga  í Borgarflöt 17D á Sauðárkróki kl. 14-16. Þetta er einstakt tækifæri til að virða fyrir sér þann safnkost sem ekki er í sýningum safnsins og til að berja varðveislurýmið augum. Það verður heitt á könnunni. 
 
Einnig verður frítt að heimsækja safnsvæðið í Glaumbæ milli kl. 14-16 og boðið upp á leiðsögn kl. 14. Þá verður kaffihlaðborð á boðstólnum í Áshúsi. Nánar má lesa um viðburðinn HÉR.

Fleiri fréttir