Ályktun um aðgerðir í efnahags- og atvinnumálum.
Vinnumarkaðsráð Norðurlands vestra telur að brýnasta verkefnið í stjórn efnahagsmála sé að teysta atvinnulífið og beinir því til ríkisvaldsins að ekki sé dregið úr fjárveitingum til einstakra verkefna á vegum ríkisins né í samstarfi við sveitarfélögin.
Koma þarf í veg fyrir fjöldaatvinnuleysi með þeim hörmungum sem slíkt ástand leiðir af sér.
Við þær aðstæður sem nú eru er lykilatriði að hið opinbera styðji við atvinnulífið með áframhaldandi fjárfestingum og viðhaldsverkefnum til að draga úr þrengingum á vinnumarkaði.
Þá er lögð þung áhersla á að staðið verði við áform um að fjölgja störfum á Norðurlandi vestra samkvæmt skýrslu nefndar um atvinnu og samfélag á Norðurlandi vestra frá síðasta vori og ekki séu flutt verkefni/störf af hálfu hinu opinbera af svæðinu.
Ályktun þessi var gerð á fundi Vinnumarkaðsráðs Norðurlands vestra 17.11.2008