Áminning en ekki bann

Helgi Rafn Viggósson fær áminningu en honum var vikið af velli í leik Keflavíkur og Tindastóls í Iceland Express-deild karla þann 10. desember.

Hinn kærði, Helgi Viggósson, Tindastóli, skal sæta áminningu vegna háttsemi sinnar í leik Keflavíkur - Tindastóls sem fram fór þann 9. desember 2010. Niðurstaða aga- og úrskurðarnefndar er að Helgi hljóti áminningu fyrir óíþróttamannslega villu. sem varð til þess að hann var rekinn úr húsi. Síðan viðurkenndi leikmaðurinn sem Helgi lenti í samstuði við að hafa verið að leika og því fékk Helgi áminningu en ekki bann.

Fleiri fréttir