Ánægðir gestir á skíðasvæðinu
Það voru ánægðir gestir víðs vegar að af landinu sem heimsóttu skíðasvæði Tindastóls um helgina en meðal gesta var æfingahópur frá Breiðablik. Á heimasíðu Tindastóls kemur fram að fólk hafi talað um að færið hafi verið algjörlega himneskt á laugardeginum í blanka logni og að skíðasvæðið jafnaðist á við hvaða skíðasvæði sem er í henni veröld.