Anette Sanchez starfar hjá Sjúkraþjálfun Sigurveigar

Nú á haustdögum hóf Anette Sanchez sjúkraþjálfari störf hjá Sjúkraþjálfun Sigurveigar á Sauðárkróki. Að sögn Sigurveigar er Anette reynslubolti í sjúkraþjálfunargeiranum, dönsk í húð og hár og hefur unnið áður á Íslandi.

„Í viðbót við hefðbundna menntun sjúkraþjálfara hefur Anette bætt við sig formlegu námi í sjúkraþjálfun á hestbaki, sálvefrænni meðferð, meðferð við áfallastreituröskun og bjúgmeðferð. Anette talar ensku og að sjálfsögðu dönsku reiprennandi og skilur dálítið í íslensku líka,“ segir Sigurveig sem vill koma því á framfæri að þeir sem eigi beiðni í sjúkraþjálfun, og geta bjargað sér á dönsku eða ensku, þurfi því ekki lengur að bíða mánuðum saman eftir að komast að í sjúkraþjálfun. Viðkomandi geta hringt í Þreksport 453-6363 og pantað tíma hjá Anette en vert er að vekja athygli á því að einnig er hægt að fara í fimm tíma í sjúkraþjálfun án þess að hafa beiðni frá lækni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir