Anton Páll tilnefndur sem þjálfari ársins 2017

Anton Páll. Mynd: Holar.is
Anton Páll. Mynd: Holar.is

Á heimasíðu Háskólans á Hólum er greint frá því að Anton Páll Níelsson, reiðkennari við Hestafræðideild skólans sé tilnefndur í kosningu um þjálfara ársins 2017 á vegum FEIF - alþjóðlegra samtaka um Íslandshestamennskuna. Sex þjálfarar hafa verið tilefndir af samtökum hestamanna í sínu heimalandi og keppa þeir um titilinn. Kosningin fer fram á Facebook.

Anton er fulltrúi Íslands og er hann eini karlmaðurinn í hópnum. Hann er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og hefur kennt við Hólaskóla árum saman. Hann hefur meðal annars verið einn af þjálfurum íslenska landsliðsins í hestaíþróttum sem og nokkurra erlendra, t.d. þess sænska og austurríska.  

Aðrir sem hlotið hafa tilnefningu eru Anna Sofie Nielsen frá Danmörku, Sirpa Brumpton frá Finnlandi, Alexandra Dannenmann frá Bandaríkjunum, Lisa Drath frá Þýskalandi og Sandra Scherrer frá Sviss. 

Nánar má lesa sér til um kosninguna og þjálfarana sex, hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir