Appelsínugul viðvörun um land allt

Skjáskot af vef Veðurstofunnar.
Skjáskot af vef Veðurstofunnar.

Veðurstofan hefur gefið út appelsínugula veðurviðvörun um land allt í dag og á morgun. Reiknað er með að veðrið verði verst á sunnanverðu landinu í dag en gangi í norðaustan storm eða rok með hríð eða stórhríð á öllu landinu í nótt og fyrramálið. Ekkert ferðaveður verður á landinu meðan veðrið gengur yfir og er fólki bent á að fylgjast með færð á vef Vegagerðarinnar.

Á Norðurlandi vestra verður gul viðvörun í gildi til klukkan 8 í fyrramálið. Reiknað er með 15-23 metrum á sekúndu, hvassast á annesjum. Búast má við éljum eða skafrenningi með takmörkuðu skyggni og erfiðum akstursskilyrðum.

Appelsínugul viðvörun verður í gildi í landshlutanum frá klukkan 8-22 á morgun. Þá er gert ráð fyrir norðaustan 18-25 metrum á sekúndu og snjókomu með lélegu skyggni og engu ferðaveðri. Dregur úr vindi og úrkomu seint annað kvöld.

Sjá nánar á vef Veðurstofunnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir