Árekstur á Strandvegi
Umferðaslys varð á Strandvegi á Sauðárkróki á þriðja tímanum í dag þegar skólarúta bæjarins og fólksbifreið rákust saman. Engin börn voru í bílnum þegar áreksturinn gerðist. Óveður er nú á Sauðárkróki og hefur samkvæmt upplýsingum frá lögreglu orðið töluvert af smáárekstrum í dag. Mikil hálka er innanbæjar á Sauðárkróki og gengur á með byljum. Þeir sem ekki eiga brýnt erindi ættu því bara að halda sig heima í hlýjunni.