Árið 2021: „Verbúðin byrjar einstaklega vel!“

„Hvað var broslegast á árinu? Þegar við systur mættum óvart alveg eins klæddar í fjölskylduveislu og fótósjoppuðum svo litla bróður inn á myndina til að hafa hann með,
„Hvað var broslegast á árinu? Þegar við systur mættum óvart alveg eins klæddar í fjölskylduveislu og fótósjoppuðum svo litla bróður inn á myndina til að hafa hann með," segir Auður um myndina að ofan. Auður er í miðjunni, Brynjar til vinstri og Guðrún hægra megin.

Feykir náði í skottið á Blönduósingnum Auði Húnfjörð sem starfar nú sem sölumaður hjá Fréttablaðinu, er bogmaður og býr í Hafnarfirði. Hún var beðin um að gera upp árið í stuttu máli en fyrst að skýra tengslin norður. „Föðurættin mín er frá Blönduósi, Húni afi minn og Óskar pabbi minn áttu bakaríið Krútt. Ég flutti frá Blönduósi um aldamótin og er nýlega farin að koma aftur í heimsókn í bæinn þar sem sonur minn og tengdadóttir búa í sveitinni með börnum sínum tveimur,“ segir Auður.

Hver er maður ársins? Sóttvarnarlæknir hlýtur að fá þann titil aftur!

Hver var uppgötvun ársins? Hvað vegalengdin Hafnarfjörður-Hjaltabakki hefur styst eftir að sonur minn flutti þangað með fjölskylduna sína…

Hvað var lag ársins? Styttist í það með Baggalút og Bryndísi Jakobsdóttur fór beint á repeat í hausnum á mér.

Hvað var broslegast á árinu? Þegar við systur mættum óvart alveg eins klæddar í fjölskylduveislu.

Hvers heldurðu að þú eigir eftir að sakna frá árinu 2021 – eða ekki? Alls ekki grímunnar… þó ég sé ansi hrædd um að hún fylgi okkur eitthvað inn í 2022...

Varp ársins? Verbúðin byrjar einstaklega vel!

Hverju viltu skella á brennuna og hvers vegna? Covid má fara á brennuna, svo margra hluta vegna.

Hver var helsta lexía ársins? Að muna að njóta daganna, við vitum ekkert hverju verður skellt í lás á morgun.

Árið í þremur orðum: Úff, innilokun og barnabarnalán

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir