Árni lifir drauminn
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
11.11.2010
kl. 13.42
Fótbolti.net segir frá því að Árni Arnarson, leikmaður Tindastóls, mun á sunnudag fara til Þýskalands þar sem hann mun æfa með Hertha Berlin í eina viku.
Sigurður Halldórsson þjálfari Tindastóls fer með Árna til Þýskalands og mun fylgjast með þjálfurum liðsins og æfingum hjá félaginu.
Eyjólfur Sverrisson gerði garðinn frægan með Hertha Berlin á sínu tíma en hann er frá Sauðárkróki og lék með Tindastóli áður en hann fór í atvinnumennskuna.
Árni, sem er fæddur 1992, hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið með meistaraflokksliði Tindastóls undanfarin ár en hann skrifaði í dag undir nýjan samning við félagið