Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra í kvöld

Árshátíð Grunnskóla Húnaþings vestra 2010 verður haldin í kvöld, föstudaginn 12. nóvember í Félagsheimilinu Hvammstanga og hefst kl. 20:00.

Árshátíðin hefst kl. 20:00 með skemmtiatriðum í Félagsheimilinu Hvammstanga. Að skemmtidagskrá lokinni verða kaffiveitingar í húsnæði skólans á Hvammstanga og jafnhliða hefst dansleikur þar sem plötusnúðurinn Óli Geir sér um fjörið.

- Dansleik lýkur kl. 01:00.

  • Miðaverð á árshátíðina er eftirfarandi:
  • Skemmtiatriði, kaffiveitingar og dansleikur: 2.000 kr.
  • Kaffiveitingar og dansleikur fyrir nemendur skólans: 1.000 kr.

Allur ágóði af skemmtuninni rennur í ferðasjóð nemenda.

Fleiri fréttir