Árskort í sundlaugarnar lækkar um áramótin
Um áramót tekur gildi ný verðskrá í sundlaugar sveitarfélagsins Skagafjarðar. Þá hækkar allur almennur aðgangur nema árskort fullorðinna. Áfram verður frítt fyrir börn yngri en 18 ára, eldri borgara og öryrkja sem hafa lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði gegn framvísun Þjónustukortsins Hér má sjá hvernig gjaldskráin verður:
Börn að 18 ára aldri búsett í Sveitarfélaginu frítt
Eldri borgara búsettir í Sveitarfélaginu frítt
Öryrkjar búsettir í sveitarfélaginu frítt
Önnur börn yngri en 16 ára kr. 200
10 miða kort barna kr. 1.000
Aðrir öryrkjar kr. 200
Fullorðnir kr. 400
10 miða kort fullorðinna kr. 3.200
30 miða kort fullorðinna kr. 6.500
Árskort kr. 25.000
Gufubað innifalið í aðgangi
Infra-rauð sauna innifalið í aðgangi
Sundföt kr. 350
Handklæði kr. 350
Sjampó / næring kr. 180