Ástrós Elísdóttir ráðin til SSNV

Ástrós Elíasdóttir. Mynd: SSNV.
Ástrós Elíasdóttir. Mynd: SSNV.

SSNV hefur ráið Ástrós Elísdóttur til sín sem verkefnisstjóra sóknaráætlunar landshlutans og atvinnuráðgjafa. Greint er frá ráðningunni á heimasíðu SSNV. Ástrós er með MA próf í ritlist frá Háskóla Íslands, BA próf í leikhúsfræðum frá Listadeild Háskólans í Bologna, hún hefur jafnframt lokið viðbótardiplomanámi til kennsluréttinda frá Háskóla Íslands og leiðsögumannanámi frá Leiðsöguskóla Íslands.

Ástrós hefur starfað sem fræðslustjóri Borgarleikhússins þar sem hún tók m.a. þátt í verkefnavali leikhússins, sinnti sýningastjórn fyrir leikhúsið ásamt textagerð og vann að erlendu samstarfi. Hún hefur umfangsmikla reynslu af verkefnastjórnun, rekstri og áætlanagerð, m.a. við framkvæmd ýmissa sérverkefna. Má þar nefna ritstjórn, uppsetningu ýmissa menningarviðburða og bókaútgáfu. 

Meðal verkefna Ástrósar verður umsjón með framkvæmd Sóknaráætlunar landshutans, þ.m.t. úthlutunarferli Uppbyggingarsjóðs, skýrslugerð, samskipti við styrkþega og upplýsingamiðlun um framgang áætlunarinnar. Hún mun jafnframt sinna almennri atvinnuráðgjöf með sérstakri áherslu á stuðning við menningartengda starfsemi á Norðurlandi vestra.

 

Megin starfsstöð Ástrósar verður á Skagaströnd með fastri vikulegri viðveru á Blönduósi og mun hún hefja störf í lok ágúst.


/SMH

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir