Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna í Húnaþingi vestra

Frá Hvammstanga. MYND AF HÚNAÞING.IS
Frá Hvammstanga. MYND AF HÚNAÞING.IS

Líkt og fyrri ár stendur til að Húnaþing vestra veiti umhverfisviðurkenningar í flokkunum Umhverfi og aðkoma sveitabæja/fyrirtækjalóða annars vegar og umhverfi og garðar einkalóða/sumarbústaðalóða hins vegar. Á heimasíðu sveitarfélagiins er skorað á þá sem vita af görðum eða svæðum sem eiga slíka viðurkenningu skilið að senda inn tilnefningar.

Tekið er við tilnefningum til og með 2. september nk. Nefnd um umhverfisviðurkenningar yfirfer tilnefningar og tekur ákvörðun um viðurkenningarhafa. Nefndina skipa: Birgir Þór Þorbjörnsson, Fríða Marý Halldórsdóttir og Borghildur H. Haraldsdóttir.

Þeir sem vilja skila inn tilnefningu geta nálgast eyðublað sem finna má HÉR.


Nánari upplýsingar og fyrri viðurkenningarhafar.

Fleiri fréttir