Auglýst eftir umsóknum í styrktarsjóð USVH

Ungmennasamband Vestur-Húnvetninga auglýsir eftir umsóknum vegna seinni úthlutunar úr Styrktarsjóði USVH 2019. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á hverju ári, í apríl og nóvember, og er tilgangur hans að styrkja afreksfólk, afreksefni og afrekshópa til æfinga og keppni.

Til að eiga rétt á úthlutun úr sjóðnum þarf viðkomandi að eiga lögheimili í Húnaþingi vestra og hafa haft það í að minnsta kosti eitt ár og/eða hafa keppt undir merkjum USVH eða aðildarfélaga þess í viðkomandi íþróttagrein á síðastliðnum sex mánuðum og vera ennþá skráður iðkandi/keppandi aðildarfélags USVH í viðkomandi grein.

Í auglýsingu frá USVH er bent er á að þjálfamenntun ÍSÍ er styrkt af USVH og hefst næsta önn 23.september og fer skráning fram á heimasíðu ÍSÍ, http://isi.is/fraedsla/thjalfaramenntun-isi/

Umsóknir og önnur gögn skulu berast fyrir fimmtudaginn 31. október n.k. á skrifstofu USVH, Höfðabraut 6, 530 Hvammstanga eða á usvh@usvh.is.

Umsóknareyðublöð og reglur sjóðsins má finna á heimasíðu USVH www.usvh.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir