Auka 5 milljónir til Byggðasafnsins

Glaumbær. Mynd: KSE.
Glaumbær. Mynd: KSE.

Byggðarráð Skagafjarðar samþykkti á síðasta fundi sínum drög að viðauka númer 2 við fjárhagsáætlun ársins 2019 þar sem gert er ráð fyrir auknum launakostnaði og húsi við Byggðasafn Skagfirðinga.

Fjárhæðin sem um ræðir er annars vegar 1.750 þús.kr. í launakostnaðarliðinn og hins vegar fjárfesting upp á fjórar milljónir króna vegna aðstöðuhúss við Glaumbæ. Lagt var til að mæta þessum útgjöldum með lækkun handbærs fjár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir