Aukasýningar á Emil
Vegna mikillar aðsóknar á á barnaleikritið Emil í Kattholti eftir Astrid Lindgren í uppfærslu 10. bekkjar Árskóla verða aukasýningar á verkinu miðvikudaginn 1. apríl klukkan 17 og 20. Þá eru tvær sýningar í dag klukkan 17 og 20.
Allir nemendur 10. bekkjar koma að sýningunni, sumir sem leikarar, aðrir hafa hlutverk á bakvið tjöldin s.s. sviðsmenn, smiðir og miðasölufólk, nokkrir sjá um förðun, leikmuni, búninga og hárgreiðslu eða sinna tæknimálum og sjá um ljós og hljóð.
Allur ágóði af sýningunum rennur í ferðasjóð 10. bekkinga, en stefnt er á Danmerkur- og Svíþjóðarferð í vor.
Hægt er að panta miða klukkan kl. 14:00-20:00).
Miðaverð:
5 ára og yngri kr. 500,-
Grunnskólanemendur kr. 800,-
Fullorðnir kr. 1200,-