Aukasýningar hefjast á morgun á Mamma Mía

Vegna mikillar eftirspurnar ákvað Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra að bæta við fjórum aukasýningum á Mamma Mía en frumsýnt var 22. nóvember sl. Aukasýningarnar hefjast á morgun 30. janúar, önnur sýning 31. jan. og síðustu tvær fara fram laugardaginn 1. feb. klukkan 16 og 20.

 „Verkið er að hluta til byggt á þessari sögu og kvikmynd sem við þekkjum en þó er hér um nýja leikgerð að ræða. Leikverkið heitir: Saga Donnu Sheridan-Mamma mía og segir frá ástum og örlögum Donnu og svo Sophie dóttur hennar. Þarna er því sú þekkta, með þekktum lögum, sem við þekkjum en töluverðar breytingar gerðar sem við teljum til góðs. Svo er þarna fullt af frábærri tónlist sem bæði er acustic og af playback þannig að fjölbreytnin er mikil,“ sagði Pétur Guðjónsson, leikstjóri, í viðtali við Feyki fyrir frumsýningu.

Miðasala í síma 4558070 milli klukkan 14 og 17 virka daga en 11-15 um helgina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir