Aukið fjármagn til íþrótta og æskulýðsstarfs
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
18.11.2008
kl. 12.18
Menningar og tómstundaráð Húnaþings vestra styður heilshugar hugmyndir USVH um aukið fjármagn til íþrótta- og æskulýðsstarfs. Aðstæður í þjóðfélaginu kalla á aukna áherslu á starf með börnum og unglingum í forvarnaskyni
Anna María Elíasdóttir mætti til fundar við ráðið á dögunum þar sem farið var yfir endurskoðun á samningi við Húnaþing Vestra. Farið yfir tímafjölda og nýtingu USVH á íþróttahúsi, gjaldtöku yngstu þátttakenda og auknu fjármagni sveitarfélagsins til íþrótta- og tómstundastarfs. Lagt fram til glöggvunar upplýsingar frá nokkrum sveitarfélögum hvaða fjármagn hvert þeirra setur í rekstur íþrótta og æskulýðsstarfs.