Austurdalur í Þjóðmenningarhús

Skagfirska sjónvarpsmyndin "Í Austurdal" hefur verið valin til þátttöku  á  sýningunni ISLAND::FILM, opnar í Þjóðmenningarhúsinu á laugardag.  Reiknað er með að sýningin standi út árið.


Á ISLAND::FILM, sem verður á rishæð Þjóðmenningarhússins  er horft  yfir kvikmyndasögu Íslands með augum þýsku sýningarstjóranna Matthias Wagner K og Sabine Schirdewahn.  Þessi sama sýning hefur einnig verið sýnd, örlítið breytt þó í Berlín og Kaupmannahöfn og verður væntanlega sýnd víðar í Evrópu á  næstu árum. 


Sýningunni má í  skipta í tvo hluta.  Annars vegar eru það fjórar kvikmyndaeyjar þar sem hægt er að setjast niður og horfa á mynd í fullri lengd og má þar velja úr stuttmyndum, heimildarmyndum eða kvikmyndum.   Á hverri eyju er lítill skjár og eitt heyrnartæki og getur því einungis einn sest niður í einu og horft.  Hins vegar er um að ræða litla skjái sem hengdir eru upp þar sem sýnd eru 2 – 5 mínútna sýnishorn  úr myndum (stutt-, heimilda- og kvikmyndum).    

Það er Skotta kvikmyndafjelag sem framleiddi Í Austurdal árið 2004 en myndin var sýnd hjá RUV. Gaman að geta þess að myndin var  ekki send til þátttöku af framleiðanda heldur valin á sýninguna af þeim Sabie og Matthías.


Fleiri fréttir