Bæjarmálafélag Skagastrandar boðar til fyrsta fundarins

Fyrsti fundur hins nýstofnaða Bæjarmálafélags Skagastrandar verður haldinn í dag, þriðjudaginn 4. nóvember, í félagsheimilinu Fellsborg. Á fundinum verða lagðar línur um framhaldið og hvernig því verður háttað. „Tímaþjófurinn verður ekkert á ferðinni. Við höfum fundinn stuttan og skemmtilegan,“ segir í fréttatilkynningu á vef Svf. Skagastrandar.

„Endilega látið sem flesta vita þar sem þetta er vettvangur fyrir alla sem hafa áhuga á bæjarmálum og hafa góðar og skemmtilegar hugmyndir um það sem betur má fara,“ segir loks í tilkynningunni. Fundurinn kl: 17.15

Fleiri fréttir