Bændadagar hefjast í dag

Hinir árlegu bændadagar hefjast í dag í Skagfirðingabúð en þá verður boðið upp á ýmis tilboð á kjöt- og mjólkurvörum. Eiður Baldursson mun sjá um að elda dýrindis prufur fyrir gesti og gangandi.

Það sem hefur verið aðalsmerki Bændadaga er að framleiðendur matvælanna, bændur sjálfir, hafa verið á staðnum og gefið gestum að smakka hinar frábæru vöru sem framleiddar eru í héraðinu. Stjórn sauðfjárbænda ákvað hins vegar að taka ekki þátt þar sem henni fannst illa að bændum vegið hvað afurðarverð og verðlagningu heimtöku hjá Kjötafurðastöð KS varðaði. Kúabændur ákváðu einnig að taka ekki þátt og styðja þar með baráttu sauðfjárbænda.
Þrátt fyrir þessar aðgerðir bænda eru allir hvattir til að mæta í Skagfirðingabúð og gera góð matarinnkaup.

ATH
Fréttinni hefur verið breytt þar sem rangt var farið með staðreyndir og biðst undirritaður afsökunar á því. Einnig notaði höfundur orðið ´"uppátæki" sem mátti misskilja en því hefur verið skipt út fyrir "aðgerðir". Þegar betur var að gáð hafði orðið "uppátæki" neikvæða merkingu sem ég sá ekki fyrr en mér var bent á. Það var alls ekki ætlun mín að tala niður til bænda á nokkurn hátt og biðst ég enn og aftur afsökunar á þessari illa skrifuðu frétt.
Páll Friðriksson

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir