Ljósadagurinn er í dag
Ljósadagurinn í Skagafirði er í dag og eru íbúar héraðsins hvattir til að tendra kertaljós við heimili sín og minnast látinna ástvina líkt og gert hefur verið undanfarin ár. Tilkomumikið er að sjá fjölda logandi kerta við heimili, gangstéttir, götur og heimreiðar er skyggja tekur.
Hefð hefur skapast í Skagafirði að halda ljósadag 12. janúar ár hvert og minnast látinna ástvina með því að tendra ljós í skammdeginu. Íbúar hafa ætíð tekið virkan þátt í deginum og vonandi að veðrið leyfi ljós.
Kveikjum á kerti og minnumst látinna vina og ættingja.
