Bændadagar í Skagfirðingabúð

Í dag og á morgun eru hinir árlegu Skagfirsku bændadagar í Skagfirðingabúð. Stanslaust streymi hefur verið af fólki í versluninni frá því hún opnaði í morgun en bændur bjóða upp á smakk milli kl. 14 og 18 báða dagana.

Í versluninni má má gera ýmis kostakaup á kjöt- og mjólkurvörum sem eru á tilboði og má kynna sér þau í opnuauglýsingu í Sjónhorninu í dag. Þar kemur fram að tilboðin gilda á meðan birgðir endast.

Fleiri fréttir