Baldur og Kata einni sekúndu frá fyrsta sætinu í Ljómarallinu

Dalafeðgarnir, Ingólfur og Halldór á Trapant í ralli helgarinnar. Mynd: Hrólfur Árnason.
Dalafeðgarnir, Ingólfur og Halldór á Trapant í ralli helgarinnar. Mynd: Hrólfur Árnason.

Það voru þeir Jón Bjarni Hrólfsson og Sæmundur Sæmundsson sem stóðu uppi sem sigurvegarar í Ljómarallinu sem haldið var í Skagafirði um helgina en þeir óku Mitsubishi Lancer EVO 6.5. Tími þeirra var 1:15:50. Í öðru sæti enduðu Skagfirðingarnir Baldur Haraldsson og Katrín María Andrésdóttir á Subaru Impreza. Litlu mátti muna en þau voru aðeins einni sekúndu á eftir sigurvegurunum eða 1:15:51. Í þriðja sæti urðu þeir Baldur Arnar Hlöðversson og Hjalti Snær Kristjánsson á Subaru Impreza á tímanum 1:18:17.

Þátttakan var góð ó keppninni en alls voru 26 áhafnir skráðar til keppni. Tuttugu þeirra náðu að klára og gaman að segja frá því að hinn brottflutti Króksari og margreyndi rallökumaður Örn Ingólfsson, eða Dali eins og hann er kallaður, og sonur hans Halldór Arnarson, kláruðu keppnina á Trabant 603s á tímanum 2:18:20. Sá tími dugði þeim í heiðurssætið, eða í það 20.  

HÉR er hægt að nálgast úrslit keppninnar.

Keppnin þótti takast vel og verður umfjöllun um keppnina á Motorsporti á RÚV næsta laugardag. 

Sjá umfjöllun um keppnina á RÚV HÉR 

Myndir sem  Hrólfur Árnason tók af rallköppunum er hægt að nálgast HÉR 

Fleiri fréttir